Messur eru að jafnaði hvern helgan dag kl. 11 og eru auglýstar á forsíðunni hér á vefnum.

Sunnudagaskóli er í safnaðarsalnum á sunnudögum kl. 11 yfir vetrarmánuðina. Þar er mikill söngur og glatt á hjalla og börnin heyra sögur úr Biblíunni. Dagskráin miðast við yngsta aldurshópinn en allir eru hjartanlega velkomnir.

Fjölskyldumessur eru einu sinni í mánuði kl. 11 í kirkjunni og renna þá sunnudagaskólinn og guðsþjónustan saman í hátíðlega stund með mikilli tónlist, gleði og góðum boðskap. Börn stíga á stokk og syngja eða leika fyrir gesti og barnakórinn syngur. Allir velkomnir.

Kór Guðríðarkirkju er öllum opinn og ávallt vantar fleiri raddir. Æfingar í Guðríðarkirkju á þriðjudögum kl. 19:30-21:30.

Barnakórar Guðríðarkirkju sem eru fyrir börn frá 2-7 ára aldurs, æfa á þriðjudögum í Guðríðarkirkju.

Foreldramorgnar eru á miðvikudögum kl. 10-12.

Félag og fræðslustarf eldri borgara er á miðvikudögum kl. 12:10. Ekki síðasta miðvikudag í hverjum mánuði.

Fermingarfræðslan er skipt eftir skólum og er á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.