Guðríðarkirkja er frábær tónleikasalur og var m.a. hönnuð af sérfræðingum í hljómburði. Gagnrýnendur og upptökustjórar eru sammála um að Guðríðarkirkja sé einn besti tónleikasalur landsins. Kirkjan býður upp á frábæran Estonia flygil. Upplýsingar um tónleika veitir Lovísa í síma 577 7770. Samkvæmt starfsreglum þjóðkirkjunnar er öll notkun á kirkjurýminu er háð samþykki sóknarprestsins og best er að senda honum tölvupóst, þar sem fram koma tímasetningar og til hvers eigi að nota húsnæðið.

Guðríðarkirkja tekur 370 í sæti en salnum má skipta niður í þrjár einingar.

Opinn salur sem tekur 370 í sæti

Opinn salur sem tekur 370 í sæti

Hægt er að opna fram í gangveg og þá tekur salurinn 233 í sæti.

Salur með opinn gang 233 sæti

Salur með opinn gang 233 sæti

Skilja má tónleikasalinn frá veitingasal með gangi. Þá tek salurinn 164 í sæti.

Tónleikasalur með 164 sæti. Gangur aðskilur veislusal.

Tónleikasalur með 164 sæti. Gangur aðskilur veislusal.

Stólarnir eru mjög þægilegir og sér hannaðir fyrir útlit og hljómburð hússins. Inni í kirkjunni eru tveir garðar með tjörn sem gera allt umhverfið náttúrulegt og fallegt.

 

Leikið á þverflautu og flygil

Kórsöngur Barnakór