Grafarholtssókn
Mörk sóknarinnar eru bæjarmörk Mosfellsbæjar og Reykjavíkur að norðan, Reynisvatn/Nónás og Reynisvatnsheiði að austan og suðaustan, mörk golfvallar Reykjavíkur að sunnan og suðvestan og Vesturlandsvegur að vestan. Grafarholtssókn er í Reykjavíkurprófastdæmi eystra.
Upphaf kirkjustarfs í Grafarholti
Sóknin var stofnuð 22. október 2003 og tilheyrði fyrst í stað Árbæjarprestakalli. Grafarholtsprestakall var stofnað 1. júlí 2004 og séra Sigríður Guðmarsdóttir var fyrsti sóknarprestsstarfinu í Guðríðarkirkju síðan tók Karl V. Matthíasson sóknarprestur frá 1.september 2015. Guðsþjónustur voru haldnar reglulega í þjónustusalnum í Þórðarsveig 3 fram í desembermánuð 2008, þegar Guðríðarkirkja var vígð.
Barna- og unglingastarf
Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á barnastarf safnaðarins enda mikið um barnafólk í hverfinu. Kirkjuskólinn var fyrst til húsa í bráðabirgðahúsnæði Ingunnarskóla frá haustinu 2004 og Ingunnarskóla frá 2005, þar til kirkjan var vígð. Sunnudagaskólinn er á hverjum sunnudegi yfir vetrarmánuðina í Guðríðarkirkju.
Árið 2005 var Hrönn Helgadóttir ráðin fyrsti organisti Grafarholtssóknar.
Margvísleg önnur starfsemi safnaðarins er enn ótalin. Má þar nefna bænastundir, sem haldnar eru einu sinni í viku í Þórðarsveignum og fjölsótta, árlega viðburði, svo sem aðventustund í desember og vorhátíð með skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta.