Á fundi sóknarnefndar Guðríðarkirkju þann 7. apríl sl. var kosinn nýr formaður sóknarnefndar í stað Níelsar Árna Lund sem lét af störfum þann 31. mars sl.  Gylfi Dalmann Aðalsteinsson prófessor var einróma kjörinn formaður að tillögu fráfarandi varaformanns Ómars Einarssonar.  Sömuleiðis var Ragnar Torfi Geirsson kjörinn nýr varaformaður. Önnur embætti sóknarnefndar eru óbreytt.  Geir Agnar Guðsteinsson er ritari, Hauður Helga Stefánsdóttir er gjaldkeri, Njörður Tómasson fjármálastjóri.  Meðstjórnendur eru Ómar Einarsson fráfarandi varaformaður og Gerður Sif Gunnarsdóttir sem kemur ný inn í sóknarnefnd.

Gylfi hefur setið um árabil í sóknarnefnd og komið að fjölmörgum öðrum félagsstörfum í gegnum tíðina.   Honum, sem og sóknarnefnd allri er óskað velfarnaðar.