Eldri borgara starf miðvikudaginn 19. mars.
Við hefjum stundina eins og venjulega með söng- og helgistund í kirkjunni. Því næst gómsætur málsverður. Gestur okkar verður Gerður G. Bjarklind fyrrverandi útvarpsþulur. Hún kemur og segir okkur eitt og annað frá löngum og viðburðarríkum starfsferli sínum í útvarpinu.
Hlökkum til að sjá ykkur öll !
Leifur, María Rut, Lovísa og Arnhildur.