Heil og sæl !
Við minnum á starfið okkar nk. miðvikudag, 12. mars, kl 12:10.  Byrjum eins og venjulega inn í kirkju með helgi – og söngstund. Að því loknu fáum við dýrindis málsverð sem Lovísa töfrar fram með litlu höndunum sínum !!! Góður gestur heimsækir okkur.  Guðjón Friðriksson sagnfræðingur kemur og segir frá verðlaunabók sinni, Börn í Reykjavík. Afar áhugaverð bók þar á ferðinni ! Við minnum á að ávallt er hægt að koma bænarefnum til okkar prestanna.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll !

Leifur, Lovísa, María Rut og Arnhildur.