Nú er mars genginn í garð og fyrsta samvera mánaðarins verður miðvikudaginn 5.mars kl. 12:10. Hefjum stundina eins og venjulega inn í kirkju með helgi – og söngstund. Svo ljúffengur hádegisverður á 1500kr að hætti Lovísu. Að því loknu verður Sigurbjörg Þorgrímsdóttir með stólajóga.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Leifur, Lovísa, María Rut og Arnhildur.