Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gömlu !
Við hefjum starfið á nýju ári miðvikudaginn 15. janúar kl. 12:10 eins og venjulega. Helgi – og söngstund í kirkjunni og síðan ljúffengur hádegisverður og kaffi. Sigurbjörg verður með stólajóga og Sr. Bára Friðriksdóttir verkefnastjóri eldri borgararáðs heimsækir okkur.
Verið öll hjartanlega og innilega velkomin.
Hlökkum til að hitta ykkur.
Leifur, Arnhildur, María og Lovísa.