Helgistund verður í Guðríðarkirkju fimmtudaginn 16. janúar kl 20:00.
Þess verður minnst að 30 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík, þar sem 14 manns létust.
Einnig verður beðið fyrir landi og þjóð og komandi tíð.
Arnhildur Valgarsdóttir organisti leikur undir á orgel og félagar úr kór Guðríðarkirkju syngja.
Sr. Leifur Ragnar Jónsson og sr. María Rut Baldursdóttir munu þjóna við athöfnina.
Ómar Már Jónsson fyrrv. sveitarstjóri í Súðavík flytur ávarp.
Gott er að eiga með öðru þakkar og bænastund.
Verið öll hjartanlega velkomin.