Kæru vinir !
Við hittumst sem jafnan í kirkjunni kl. 12:10 með helgi – og söngstund. Að því búnu ljúffengur matur og kaffi að hætti Lovísu.Breyting hefur orðið frá áður auglýstri dagskrá. Sigurður Helgi Pálmason kemst ekki að þessu sinni vegna anna. Við fáum hins vegar afar góðan gest í heimsókn í staðainn. Níels Árni Lund sóknarnefndarformaður ætlar að koma og segja okkur frá nýútkominni bók sinni; “ Fólkið frá Vörum í Garði og útgerð Gunnars Hámundarsonar“. Áhugavert og skemmtilegt efni þar á ferðinni.
Starfið er öllum opið og ekkert aldurstakmark !
Við bendum á að ávallt er hægt að koma bænarefnum til okkar.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Leifur, Lovísa, María Rut og Arnhildur.