Messa í Guðríðarkirkju sunnudaginn 20.október kl.11 á degi heilbrigðisþjónustunnar.
María Rut Baldursdóttir prestur þjónar fyrir altari og predikar. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti og kór Guðríðarkirkju syngur.
Nemendur úr Söngskólanum í Reykjavík syngja einsöng, þær Tanja Líf Traustadóttir og Ólafía Jónatansdóttir. Guðný Elva Aradóttir kirkjuvörður og meðhjálpari.
Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Tinnu Rósar Steinsdóttur.
Verið hjartanlega velkomin. Kaffi og kruðerí eftir messu og sunnudagaskólann