Kæru vinir !
Eldri borgara samveran verður á sínum stað í Guðríðarkirkju eins og venjulega ! Við hefjum stundina að venju inn í kirkju með bæn, söng og íhugun. Því næst fáum við dýrindis hádegisverð hjá Lovísu þar sem engin/n verður svikinn um gæði ! Við fáum góða gesti úr eldri borgara starfi Árbæjarkirkju í heimsókn. Við fáum fleiri góða gesti því Ásgeir Páll Ágústsson, óperusöngvari, útvarpsmaður, grínisti og jólasveinn heimsækir okkur. Hann ætlar í tali og tónum að segja okkur frá kynnum sínum af Ragnar Bjarnasyni söngvara. Þessu viljið þið ekki missa af !
Við minnum á að bænarefnum má ávallt koma til prestanna.
Hlökkum til að sjá ykkur öll hress og kát. Komið Fagnandi !
Leifur, María , Lovísa og Arnhildur.