Miðvikudaginn 22.maí verður farin dagsferð með félagsstarf eldri borgara í

Guðríðarkirkju. 

Dagskrá 

Brottför kl. 08:30.

Keyrt í Borgarnes og áð vegna salerna.

Þaðan ekið norður  og stoppað í Staðarskála ef þarf.

Hádegisverður snæddur á Hótel Laugarbakka í Miðfirði kr. 3500 á mann hlaðborð með kaffi.

Eftir hádegisverð verður keyrt að Þingeyrum og kirkjan skoðuð og fræðst um starfið þar í sveit.

Síðan drukkið kaffi og átt góða stund.

Keyrt til baka og stoppað í Borgarvirki og/eða Kolugljúfri.

Síðan keyrt heim á leið og stoppað ef þarf í Staðarskála eða Borgarnesi.

Áætluð heimakoma í Guðríðarkirkju um kl. 19:00.

Fararstjóri er Skúli Möller

Ferðin kostar kr. 3000.- á mann.

 

Hlökkum til að sjá alla.

 

Skráning hjá Lovísu í síma 577-7770 eða á kirkjuvordur@grafarholt.is