Aðalsafnaðarfundur Grafarholtssóknar verður haldinn mánudaginn 22. apríl nk. kl. 17:30 í Guðríðarkirkju.
Á dagskrá eru venjulega aðalfundrstörf skv. 4. gr. starfsreglna um söfnuði og sóknarnefndir.
Um aðalsafnaðarfund: Aðalsafnaðarfundur er vettvangur starfsskila og reikningsskila af hendi sóknarnefndar og einstakra nefnda innan sóknarinnar. Á aðalsafnaðarfundi skal taka fyrir eftirfarandi. Gera skal grein fyrir rekstri og starfsemi sóknarinnar á liðnu starfsári. Afgreiðsla endurskoðaðra reikninga sóknar og kirkjugarðs f sl. ár. Einnig skal gerð grein fyrir starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundar. Ákvarðanir um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar skulu gerðar á aðalsafnaðarfundi auk kosningar í stjórnir og ráð þegar það á við.
Sóknarfólk er allt hjartanlega velkomið meðan húsrúm leyfir.
Fh. Sóknarnefndar
Sóknarprestur.