Félagsstarf eldri borgara í Guðríðarkirkju hefst á ný miðvikudaginn 17.janúar kl. 12:10. Byrjum á helgistund og skemmtilegum söng. Matur að hætti Lovísu og svo mun Björn Þorláksson rithöfundur heimsækja okkur og kynna bók sína um dauðann og ræðir hugmyndir um hann.
Verið hjartanlega velkomin
Lovísa, Arnhildur, Leifur og María