Miðvikudaginn 13.desember kl 12:10 verður jólagleði í eldriborgarastarfinu.

Við byrjum á helgistund í kirkjunni þar sem við syngjum jólasálma og eigum góða stund saman.

Eftir stundina eigum við gott samfélag í safnaðarheimilinu þar sem Lovísa ætlar að útbúa dýrindis jólamat og kostar maturinn og kaffi 2000kr.

Þetta er síðasta samveran í desember og við munum síðan hittast á nýja árinu.

Kveðja

Lovísa, sr. Leifur, sr. María og Arnhildur