Arnhildur Valgarðsdóttir hefur verið ráðin organisti og kórstjóri við Guðríðarkirkju- Grafarholtsprestakalli frá 1.desember 2023.
Arnhildur er með kirkjuorganistapróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar ásamt því að vera með BA próf í musical studies frá Glasgow University. Hún er einnig með diplómu í píanóleik frá Royal Scottish academy of music and drama. Arhildur er með 8. stig í klassískum söng frá Söngskólanum í Reykjavík og er hún við nám í rythmískum söng við LHÍ. Arnhildur hefur stundað tónlistarnám á Masters-stigi við LHÍ, NAIP og einnig stundað nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar til kantorsprófs. Arnhildur stundar nám í rytmískum píanóleik / jazzpíanóleik.
Arnhildur hefur starfað sem organisti og kórstjóri við ýmsar kirkjur í gegnum tíðina og starfað sem píanókennari í fjölda mörg ár. Einnig er Arnhildur undirleikari í nokkrum kórum og er hún mjög fjölhæf þar sem hún hefur spilað í leikhúsum, á skemmtiferðaskipi, í stúdíóvinnu, í ferðum innanlands og erlendis, með kórum , söngvurum og hljóðfæraleikurum, svo fátt eitt sé nefnt.
Við hlökkum til samstarfsins og bjóðum Arnhildi hjartanlega velkomna til starfa í Guðríðarkirkju.