Kór Guðríðarkirkju býður til skemmtilegra aðventutónleika þriðjudagskvöldið 28. nóvember kl. 20-21.
Kórinn flytur úrval aðventu- og jólalaga og í lokin syngur allur salurinn saman nokkur létt og kunnugleg jólalög.
Tónleikarnir standa í klukkustund og á eftir bjóðum við uppá heitt súkkulaði og jólasmákökur
Aðgangseyrir kr 2.500, ókeypis fyrir 12 ára og yngri.
Allur aðgangseyrir rennur í ferðasjóð kórsins vegna Færeyjaferðar haustið 2024.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest og gleðjast saman