Sunnudaginn 29.október kl. 11 ætlum við að minnast siðbótadagsins í Guðríðarkirkju. Það var þann 31.október árið 1517 sem Marteinn Lúther festi 95greinar á dyrnar Hallarkirkjunnar í Wittenber í þýskalandi.
Um það fáum að heyra í messunni.
Sálmar eftir Martein Lúther sungnir
ásamt bænum.
Sr. María Rut Baldursdóttir leiðir helgihaldið. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti og kór Guðríðarkirkju leiðir söng.
Lovísa Guðmundsdóttir kirkjuvörður.
Sunnudagaskólinn á sínum stað.
Kaffi og kruðerí eftir stundina.
Verið hjartanlega velkomin