Hin árlega sumarmessa gömlu Gufunessóknar sem samanstendur af Grafarvogs-, Grafarholts,- og Árbæjarsókn verður haldin við Grafarvoginn fyrir neðan kirkjuna sunnudaginn 16. júlí kl 11:00.
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju þjónar ásamt prestum hinna safnaðanna.
Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti Grafarvogskirkju í sér um tónlistina.
Við voginn fyrir neðan kirkjuna er að finna náttúrulegan skírnarfont þar sem nokkur börn hafa verið skírð og er einn af fimm skírnarfontum í og við kirkjuna.
Messan verður haldin þar og boðið til grillveislu við kirkjuna á eftir.
verið hjartanlega velkomin!