Hrönn Guðjónsdóttir hjá nalarognudd.is kemur í Guðríðarkirkju miðvikudaginn 29. mars kl. 10.00 og kynnir kosti þess að nudda barnið sitt. Hún verður með smá kennslu og allir fá bækling með nuddstrokunum með sér heim, einnig verður hún með nuddolíu til þess að nota á staðnum. Vinsamlega takið með ykkur stórt mjúkt handklæði eða annað til þess að hafa undir barninu í nuddinu. hægt er að fylgjast með Hrönn á Facebook og Instagram: Ungbarnanudd.is, þar setur hún oft inn á story myndbönd af nuddstrokum og öðrum fróðleik. Verið velkomin