Annan hvern miðvikudag kl. 18 í Guðríðarkirkju verða kyrrðarstundir á föstu.
Fastan á að minna okkur á þá 40 daga sem Jesú fastaði í eyðimörkinni. Við hvetjum ykkur til að koma til kirkju á föstunni.
Lesið er úr píslasögu Jesú, Passíusálmar Hallgríms Péturssonar lesnir og blandað saman töluðu orði og tónum.
Þá eru fluttar fyrirbænir og getur fólk komið fyrirbænaefnum til prestanna.
Kyrrðarstundir á föstunni eru því góður kostur fyrir alla þá sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í erli og amstri hversdagsins til að öðlast ró í huga og frið í hjarta.