Eldri borgara starfið hefur göngu sína á nýju ári nk. miðvikudag 18. janúar kl. 12:10. Sigrún Helgadóttir rithöfundur heimsækir okkur og segir okkur frá bók sinni um íslenska faldbúningnum og sögu íslenskra kvenklæða. Um bók hennar segir í kynningu :
„Faldar og skart – Faldbúningurinn og aðrir íslenskir þjóðbúningar segir – í máli og fjölmörgum myndum – sögu íslenskra kvenklæða og þjóðbúninga fram á 20. öld með aðaláherslu á faldbúninginn sem var notaður fram á 19. öld. Honum er lýst í heild og einstökum hlutum hans og fjölmörgum fylgihlutum. Efni, margskonar saumaskap og mynstrum ásamt silfrinu eru gerð greinargóð skil. Inn í lýsinguna er fléttuð frásögn af einstaklega merkilegum faldbúningi sem grasafræðingurinn William Hooker hafði með sér til Englands árið 1809 þar sem Jörundur hundadagkonungur er í lykilhlutverki. Sá búningur er varðveittur á Victoríu og Albertssafninu í Lundúnum“
Þetta hefst eins og venjulega með helgistund í kirkjunni og hádegisverði þar á eftir !
Hægt er að koma fyrirbænum til prestanna.
Hlökkum til að sjá ykkur !
Leifur,Hulda Birna og Helgi.