Fjölbreytt og lifandi helgihald í Guðríðarkirkju sunnudaginn 20. nóvember.
Sunnudaginn 20. nóvember verða tvær guðsþjónustur í Guðríðarkirkju.
Á hefðbundnum tíma kl. 11:00 verður guðsþjónusta þar sem skólakór Ingunnar – og Dalsskóla syngur við messuna undir stjór Jóhönnu Þórhallsdóttur. Sr. Leifur Ragnar Jónsson þjónar við guðsþjónustuna,
Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir og kór Guðríðarkirkju syngur.
Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir og meðhjálpari Guðný Aradóttir. Sunnudagaskólinn undir stjórn Tinnu Rósar á sínum stað.
Kl. 19:00 verður svo létt og rokkuð helgistund þar sem Sigmundur Sigurgeirsson gítarleikari og Arnór Brynjar Vilbergsson orgelleikari leika tónlist úr ýmsum áttum, rokk, blús, gospel, klassík og allt þar á milli. Sr. Leifur Ragnar Jónsson leiðir stundina.
Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir.