Tilkynning frá Guðríðarkirkju. 

 

Í samræmi við sóttvarnaraðgerðir,  neyðarstig almannavarna og covid – smita í nærsamfélaginu,  er öllu safnaðarstarfi Guðríðarkirkju aflýst til 2. febrúar nk.   Þetta gildir um allt barna- og æskulýðsstarf,  Litrófs, bænastunda, starfs eldri borgara, kóræfinga barnakórs og kirkjukórs og alls annars safnaðarstarfs.  Kirkjan verður hins vegar opin frá 10 – 14 þriðjudaga – föstudaga.  Ef óskað er viðtals eða annarrar þjónustu er hægt að hafa samband við sóknarprest í síma 771 4388.

Í Guðs friði.