Kæru sóknarbörn
Vegna almennra sóttvarnarráðstafana, og kórónuveirusmita í fjölskyldum starfsfólks, er öllu helgihaldi í Guðríðarkirkju um hátíðarnar aflýst. Sendar verða út rafrænar helgistundir á Aðfangadagskvöld, jóladag og barnastund annann í jólum. Einnig verður send út kveðja á gamlársdag. Kirkjan verður opin milli kl. 14 – 16 aðfangadag, jóladag og gamlársdag fyrir þau sem vilja koma, gera bæn sína, kveikja á kerti og eiga hljóða stund. Sóknarprestur verður í kirkjunni og getur verið fólki innanhandar ef það vill. Kirkjan verður svo opin milli jóla og nýárs á venjulegum tímum og ávallt er hægt að ná í sóknaprest.
Guð gefi okkur öllum gleðileg jól og farsæld á komandi tímum. Verið öll Guði fali.
Með bestu kveðjum.
Guðríðarkirkja.