Allra Heilagra messa
Sunnudaginn 7. nóvember verður guðsþjónusta í Guðríðarkirkju kl. 17:00 þar sem látinna verður sérstaklega minnst með bæn og íhugun. Vorboðinn, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, syngur við athöfnina við undirleik Hrannar Helgadóttur organista. Sr. Leifur Ragnar Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari og flytur hugleiðingu.
Kaffi og konfekt eftir athöfn í safnaðarheimili.
Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir.
Verið öll hjartanlega velkomin.