Fjölskylduguðsþjónusta

Sunnudaginn 5. sept. nk. kl. 11:00 verður fyrsta fjölskylduguðsþjónusta vetrarins.  Sr. Pétur Ragnhildarson prestur og æskulýðsfulltrúi leiðir stundina ásamt Ásbjörgu og Gyðu barnakórsstjórum og Ástu Guðrúnu leiðtoga í sunnudagaskólanum.  Brúðan Viktoría mætir á svæðið en hún slær alltaf í gegn! Eftir stundina grillum við pylsur og fáum djús hjá Lovísu kirkjuverði!  Verið öll hjartanlega velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!