Skráning í fermingarfræðslu 2021-2022 hefur farið afar vel af stað og verður fermingarhópurinn líklega sá stærsti sem við höfum tekið á móti hér í Guðríðarkirkju. Enn er hægt að bætast í hópinn og við hvetjum foreldra fermingarbarna til að ganga frá skráningu sem fyrst.
Í næstu viku verða kynningarfundir fyrir fermingarbörn og foreldra þeirra í kirkjunni þar sem farið verður yfir fermingarstarfið. Kynningarfundirnir verða fyrir Dalskóla 30. ágúst, Ingunnarskóla 31. ágúst og Sæmundarskóla 1. september. Allir fundirnir verða kl. 20:00.
Ferming er alltaf stór stund í lífi hvers ungmennis og fermingarfræðslan gott veganesti út í lífið. Við leggjum okkur fram um að gera fermingarveturinn eftirminnilegan og þroskandi. Boðið verður upp á fjölmarga skemmtilega viðburði líkt og fermingarferð í Vatnaskóg. Í fræðslunni er viðfangsefnið fyrst og fremst kærleiksboðskapur Jesú og grunnatriði kristinnar trúar. Einnig er rík áhersla á sjálfstyrkingu, hópefli og lifandi fræðslu. Skráning í fermingarfræðslu fer fram á heimasíðu Guðríðarkirkju.
Hlökkum til að sjá ykkur á kynningarfundum í næstu viku!
Prestar og starfsfólk Guðríðarkirkju