Kór Guðríðarkirkju hefur starfsemi sína miðvikudagskvöldið 8. september næstkomandi. Æfingar verða eins og áður í Guðríðarkirkju og byrja kl. 19.30.
Kór Guðríðarkirkju er kvennakór sem stendur en ef karlpeningurinn hefur áhuga á að syngja með kórnum þá verður það skoðað. Nauðsynlegt er að minnsta kosti 4 kórvanir menn gæfu þá kost á sér. Yrði þeim tekið fagnandi.
Sárlega vantar einnig konur í kórinn en vegna covid hefur fækkað í kórnum.
Allar upplýsingar gefur Hrönn Helgadóttir í síma 6952703 eða á netfangið hronnhelga1@gmail.com.
—
Kær kveðja,
Hrönn Helgadóttir
Organisti Guðríðarkirkju
Kirkjustétt 8
113 Reykjavík