Helgihald í Guðríðarkirkju um jól og áramót.

 

Allt helgihald Guðríðarkirkju á jólum og áramótum verður sent út á heimasíðu Guðríðarkirkju, gudridarkirkja.is,  og á facebook síðu kirkjunnar, https://www.facebook.com/guðríðarkirkja.   Helgihaldið verður með eftirfarandi hætti:

Sunnudaginn 20. des. kl. 11:00 verður tónlistarhelgistund í umsjá Ásbjargar Jónsdóttur og Ástvalds Traustasonar.  Sr. Leifur Ragnar Jónsson þjónar fyrir altari.

 

Á aðfangadag verður sendur út aftansöngur kl. 18:00.  Sr. Karl V. Matthíasson þjónar fyrir altari og Sr. Leifur Ragnar Jónsson prédikar.  Sr. Pétur Ragnhildarson les ritningarlestur.  Hrönn Helgadóttir organisti leikur undir á orgel kirkjunnar og á fiðlu leikur Sigrún Harðardóttir.  Davíð Ólafsson bassi, Hlöðver Sigurðsson tenór, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir sópran og Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran syngja.

 

Þann 26. des.kl. 14:00, annan í jólum,  verður send út fjölskyldustund sem Sr. Pétur Ragnhildarson sér um ásamt Ástu Guðrúnu Guðmundsdóttur.  Barnarkór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Ásbjargar Jónsdóttur barnakórsstjóra.

 

Á Gamlársdag verður send út guðsþjónusta kl. 18:00.  Sr. Leifur Ragnar Jónsson þjónar fyrir altari og Sr. Karl V. Matthíasson prédikar.  Hrönn Helgadóttir organisti leikur undir á orgel kirkjunnar og á fiðlu leikur Sigrún Harðardóttir.  Davíð Ólafsson bassi, Hlöðver Sigurðsson tenór, Heiðdís Hanna Sigurðardóttir sópran og Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran syngja.

 

 

Á Aðfangadag og Gamlársdag verður kirkjan opin milli kl. 14 – 16 og er fólk velkomið að líta við og eiga kyrrðarstund í kirkjunni.  Prestar kirkjunnar verða á staðnum og gæta að fjöldatakmörkunum og geta einnig verið fólki innanhandar bænagjörð.

Gleðileg jól.

Starfsfólk Guðríðarkirkju.