Vegna samkomu- og fjöldatakmarkana af völdum Covid – 19 fellur allt starf Guðríðarkirkju niður næsta hálfa mánuðinn amk. Þetta gildir um allt hefðbundið helgihald, barna- og æskulýðsstarf, kóræfingar, eldriborgarastarf, bænahóp, o.s.frv. Bænastundir, hugleiðingar og tónlist verður sent út á netinu og verður tilkynnt hverju sinni. Prestar og starfsfólk kirkjunnar verður með viðveru í kirkjunni til viðtals ef þörf krefur. “ Verið ekki hugsjúk um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð“ Fil. 4.6.
Guð blessi okkur öll.
Starfsfólk Guðríðarkirkju.