Vegna samkomubannsins sem sett hefur verið á í landinu, fellur allt formlegt starf Guðríðarkirkju niður fram yfir páska. Þetta gildir um guðsþjónustur, sunnudagaskóla, barna- og unglingastarf, starf eldri borgara, kóræfingar barna- og kirkjukórs og allt annað formlegt starf. Beiðnum um athafnir verður sinnt í samræmi við og skv. almennum skilyrðum samkomubannsins. Kirkjan verður opin frá kl. 11 – 14 þriðjudaga til föstudaga. Á þeim tíma getur fólk komið til bænaiðkunar, íhugunar og samtals við prest og starfsfólk kirkjunnar. Á hefðbundnum messutímum á sunnudögum verður prestur til staðar með stutta helgistund. Prestar kirkjunnar verða að sjálfsögðu til staðar til þess að sinna sálgæslu og viðtalsþjónustu og ávallt er hægt að ná sambandi við þá, bæði í gegnum síma og tölvupóstföng. Viðtöl verða skv. samkomulagi. Simi kirkjunnar er 5777770 og sími setts sóknarprests 7714388.
Hugsum vel um hvert annað og styðjum á þessum fordæmalausa tíma.
Í Guðs friði.