Helgistund verður í Guðríðarkirkju fimmtudaginn 16. janúar kl 20:00.
Þess verður minnst að 25 ár eru liðin frá snjóflóðinu í Súðavík, þar sem 14 manns létust. Einnig verður beðið fyrir landi og þjóð og komandi tíð.
Hrönn Helgadóttir organisti leikur undir á orgel og félagar úr kvennakór Guðríðarkirkju syngja.
Séra Karl V. Matthíasson, sr. Leifur Ragnar Jónsson og sr. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands munu þjóna.
Gott er að eiga með öðru þakkar og bænastund. Allir eru velkomnir.