Vængjamessa verður í Guðríðarkirkju 28. des. kl. 20:00. Vængjamessur eru hugsaðar fyrir fólk sem hefur náð betri tökum á lífi sínu með hjálp 12 sporanna. Sérstök áhersla er lögð á gleði og von í þessum messum. Prestar frá Guðríðarkirkju, Grafarvogskirku og Árbæjarkirkju þjóna fyrir altari og tveir úr hópi kirkjugesta koma með vitnisburð. Sylvía Rún Guðnýjardóttir syngur einsöng og leiðir söng. Kristján Hrannar Pálsson leikur á orgel og flygil. Eftir messu er boðið upp á veitingar og spjall.
Allir eru hjartanlega velkomnir.