Auglýsing frá Kór Guðríðarkirkju. Auglýsing frá Kór Guðríðarkirkju. Æfingar hefjast hjá Kór Guðríðarkirkju miðvikudagskvöldið 5. september og eru frá kl. 19.30-21.30. Kirkjukórinn er kvennakór. Áhugasamar konur eru beðnar um að hafa samband við Hrönn Helgadóttur kórstjóra til þess að fá inngöngu. Netfang: hronnhelga1@gmail.com eða í síma 695-2703. Framundan er spennandi vetur. Guðríðarkirkja verður 10 ára í desember á þessu ári og nýtt kirkjuorgel mun verða tekið í notkun. Kóræfingar eru eins og áður sagði á miðvikudagskvöldum í Guðríðarkirkju og sér kórinn um söng í athöfnum kirkjunnar ásamt barnakór kirkjunnar. Áhersla er lögð á að syngja fjölbreytta tónlist, jafnt veraldlega sem og trúarlega. Sérstaklega er farið í raddbeitingu og mikil áhersla lögð á hreinan söng. Góð samvera og gott andrúmsloft er ávallt haft í öndvegi. Gott samstarf hefur verið síðustu ár á milli kóranna í Guðríðarkirkju, Grafarvogskirkju og Árbæjarkirkju og mun það halda áfram. By Lovísa Guðmundsdóttir|2018-09-04T10:38:42+01:004. september 2018 | 10:38| Deildu þessari frétt: FacebookTwitterTumblr