Barnakórar Guðríðarkirkju æfa á miðvikudögum veturinn 2018 – 2019. Æfingatímar eru eftirfarandi:
Barnakór Guðríðarkirkju: 1. – 4. bekkur
Kl. 15:00 – 15:45. Staðsetning: Sæmundarskóli
Kl. 16:00 – 16:45. Staðsetning: Guðríðarkirkja.
Sönghópur Guðríðarkirkju: 5. – 7. bekkur
Kl. 17:00 – 18:00. Staðsetning: Guðríðarkirkja.
Í Barnakór Guðríðarkirkju er sungin tónlist af ýmsum toga, veraldleg og trúarleg. Markmiðið með starfinu er að efla söng barnanna, tónlistarþekkingu, nótnalestur og raddbeitingu. Barnakórinn kemur fram í fjölskyldumessu einu sinni í mánuði.
Í Sönghóp Guðríðarkirkju er lögð sérstök áhersla á söngtækni og framkomu, míkrafóntækni og samsöng. Veturinn verður lotuskiptur þar sem ýmist verður lögð áhersla á einsöng, dúetta, tríó eða kórsöng.
Skráningargjald fyrir veturinn er 10.000 kr. og skal leggjast inn á rnr. 0114-15-380398, kt. 660104-3050. Einnig er hægt að greiða fyrir haustönn og vorönn í sitthvoru lagi. Gjaldið fer í kórsjóð sem nýttur verður til að lífga upp á starfið. Ef fjölskyldur hafa ekki tök á því að greiða skráningargjaldið, endilega hafið þá samband við kórstýrur og fundin verður lausn á því. Allir eru velkomnir í kórastarfið án tillits til trúfélagsaðildar.
Kórstýrur eru Ásbjörg Jónsdóttir og Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir.
Smellið hér fyrir skráningu í Barnakór: Skráning í Barnakór
Smellið hér fyrir skráningu í Sönghóp: Skráning í Sönghóp