Vorferð eldriborgara miðvikudaginn 23.maí. Ferðalag eldriborgara miðvikudaginn 23.maí. Brottför frá Guðríðarkirkju kl: 08:30. Ekið um Þrengsli og fram hjá Eyrabakka og Stokkseyri í gegnum Gaulverjabæ. Því næst ekið upp skeið og í Árnes. Stefnt er að því vera komin þangað upp úr kl: 10:00. Þar verður tekinn upp fararstjóri/leiðsögumaður, Kristófer A.Tómasson sveitastjóri. Hann mun leiðseigja okkur inn í Búrfell þar sem við munum skoða gömlu virkjunina og sem og nýja virkjunarsvæðið þar.Að því loknu verður haldið í Árnes aftur þar sem við munum snæða hádegisverð um kl: 12-12:30. Verðið á honum verður mjög stillt í hóf og mun kosta meira en kr. 1000 á mann. Að matnum loknum gefst okkur færi á því að skoða eldgosasýningu sem sett hefur verið upp í Árnesi. Um kl: 13:30 höldum við af stað sem leið liggur að Hruna þar sem sóknarprestur mun taka á móti okkur og segja okkur örlítið frá staðnum. Þaðan verður svo ekið í gegnum Flúðir upp hreppa og yfir hjá Brúarhlöðum og að Gullfossi og haldið niður í Reykholt þar sem við munum fá síðdegishressingu í Aratungu. Við munum keyra í gegnum Laugarvatn og Þingvelli heim. Heimkoma 19-20:00. Verð kr. 3000 á mann. By Lovísa Guðmundsdóttir|2018-05-15T10:36:36+01:0015. maí 2018 | 10:34| Deildu þessari frétt: FacebookTwitterTumblr