Félagsstarf eldriborgara miðvikudaginn 1.mars kl: 12:00.
Fyrirbænastund. Hægt er að hafa samband við Guðríðarkirkju með fyrirbænaefni í síma 577-7770 eða á netfangið kirkjuvordur@grafarholt.is. Við tökum jafnframt lagið við undirleik Ástvalds Traustasonar organista. Eftir stundina verður súpa og brauð á 700 krónur. Þá mun Jón Jóhannsson djákni í Sóltúni koma til okkar og segja frá starfi sínu. Kaffisopi í lokin.