lov

Fjórði sunnudagur í aðventu 18.desember í Guðríðarkirkju.

Sunnudagaskóli kl: 11:00 umsjónamenn Andrea Ösp og Sigurður. Kaffisopi og föndur eftir stundina.

Jassmessa kl: 20:00.

Hugljúfir tónar við kertaljós með djassívafi – síðasta sunnudag fyrir jól.

Ásbjörg Jónsdóttir syngur og spilar á píanóið, henni við hlið verða Ásgeir Ásgeirsson djassgítarleikari og Örn Ýmir Arason kontrabassaleikari. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson leiðir stundina og predikar en er líka búinn að lofa að grípa í saxófóninn í einu lagi. Eftir messuna verður boðið upp á kaffi og konfekt. 

Tilvalið að eiga notalega stund við ljúfa tóna og slaka vel á í aðdraganda jólanna