Afa- og Ömmumessa. Kl.11:00
Fyrri messan er Afa- og Ömmumesssa kl 11:00 Barnakór Guðríðarkirkju flytur tvö ný lög eftir Ásbjörgu Jónsdóttur, tónskáld og barnakórstjóra kirkjunnar, ásamt fallegum barnasálmum. Afar og ömmur er sérstaklega boðin velkominn í þessa messu með barnabörnin sín. Og auðvitað eru allir aðrir líka velkomnir í þessa messu. Afar og ömmur: þið megið líka taka börnin ykkar með. Nema þið leyfið þeim að kúra heima. Veitingar eftir messu. Öll eruð þið hjartanlega velkomin.
Messa í minningu látinna. Kl. 17:00
Messan kl. 17.00 verður helguð því fólkli sem dáið er og við höfum þekkt og staðið okkur nærri.
Í lok messunnar fá allir lítið bænakerti til að kveikja á og minnast þannig einhvers sem þau/þeir þekktu og er látin.Í þeirri messu mun Vorboðinn, kór eldri borgara syngja, mjög góður kór eldri borgara. Veitingar eftir messu. Öll eruð þið hjartanlega velkomin.