Barnakór Guðríðarkirkju tekur til starfa á ný eftir sumarfrí og verða æfingarnar á þriðjudögum (fyrstu kóræfingarnar verða þriðjudaginn 13. september).
Æfingar verða sem hér segir:
Guðríðarkirkja kl. 14.30 – 15.15: 1.-4. bekkur (Ingunnarskólabörn)
Sæmundarskóli kl 15.30 – 16.15: 1.-4. bekkur (Sæmundarskólabörn og Dalskólabörn)
Í Barnakór Guðríðarkirkju er sungin tónlist af ýmsum toga, veraldleg og trúarleg. Markmiðið með starfinu er að efla söng barnanna, tónlistarþekkingu, nótnalestur og raddbeitingu. Barnakórinn kemur fram í fjölskyldumessu einu sinni í mánuði. Kórstjóri er Ásbjörg Jónsdóttir.
Allir eru velkomnir í kórinn án tillits til trúfélagsaðildar.