Söngfólk óskast í Kór Guðríðarkirkju!
Söngfólk óskast í allar raddir í Kór Guðríðarkirkju, Grafarholti.
Guðríðarkirkja óskar eftir söngfólki til starfa með kór kirkjunnar. Framundan er skemmtilegur tími í kirkjustarfinu, aðventuhátíð, jól og áramót. Þegar vorar kemur páskahátíðin með fallegum söng og hátíðleik. Að syngja í kór er mjög gefandi, og skemmtilegt félagslíf fylgir kórsöng.
Allar upplýsingar um starfið gefur söngstjórinn í síma 695-2703 eða á netfanginu hronnhelga@simnet.is