Kæru íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir góðar stundir á liðnu ári.
Hefðbundið starf hins nýja árs í kirkjunni hefst með guðsþjónustu í Guðríðarkirkju sunnudaginn 10. janúar kl 11.00
Þau gleðilegu tíðindi eru orðin að kirkjan hefur fengið nýja liðsmenn sem eru:
Skírnir Garðarsson, prestur, sem er í embætti héraðsprests og hefur aðstöðu í Guðríðarkirkju, en hann mun eftir atvikum starfa við hlið sr. Karls sóknarprests
Þá koma einnig nýjar að barna- og æskulýðsstarfinu: Berglind Hönnudóttir, Edda Hlíf Hlífarsdóttir og Anna Dúna Halldórsdóttir og verða með þeim Aldísi, Ásbjörgu og Valbirni fram á sumar.
Þetta góða fólk er boðið hjartanlega velkomið til starfa og mun það örugglega gera kirkjulífið fjölbreyttara og litríkara.
Ákveðið hefur verið að fastir viðtalstímar presta verði mánudaga – föstudaga kl. 10 – 12. Þá er einnig boðið upp á viðtalstíma við presta á þriðjudögum kl. 16.00 -l 18.30.
Þá er einnig hægt að hafa samaband við Lovísu kirkjuvörð um salarleigu og fá aðrar upplýsingar.
Við hlökkum til komandi daga og minnum á að Guðríðarkirkja er griða- hvíldar- og gleðistaður fyrir okkur öll. Verið hjartanlega velkomin í Guðríðarkirkju.
Karl V. Matthíasson, sóknarprestur.