Guðsþjónusta og barnastarf í Guðríðarkirkju sunnudaginn 29.nóv. kl: 11. Prestur sr. Karl V.Matthíasson, organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarfið verður í messunni líka í umsjá Aldísar Rut Gísladóttur, Meðhjálari Kristbjörn Árnason. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffisopi eftir messu.
KL:16 verður kveikt á jólatrénu við kirkjuna, það koma jólasveinar í heimsókn og barnakórinn syngur. Foreldrafélag Ingunnarskóla býður upp á heit súkkulaði og piparkökur. ALLIR VELKOMNIR.