Æðruleysismessa verður 15. nóvember 2015 kl. 20:00 Í þetta sinn verðum við í Guðríðarkirkju!
Kyrrð, ró og nærvera einkenna þessar stundir ás…amt léttleika.
Við munum hugleiða, biðja og syngja saman og nú fáum við til okkar góða söngkonu sem leiðir okkur í söng ásamt því að syngja fyrir okkur. Félagi deilir reynslu sinni og Ástvaldur sér um undirspil.
Kæru vinir og félagar gefum okkur tíma til þess að koma saman og næra andann. Gerum svo enn betur og deilum þessum upplýsingum svo að fleiri fái val um að mæta.