Messur í Guðríðarkirkju 1. nóvember 2015.
Sunnudaginn 1.nóvember á allra heilagra messu verður fjölskylduguðsþjónusta í Guðríðarkirkju kl. 11.00. Í þeirri messu mun sr. Gísli Jónasson prófastur setja sr. Karl V. Matthíasson í embætti sóknarprests Grafarholtsprestakalls. Barnakór kirkjunnar mun syngja undir stjórn Ásbjargar Jónsdóttur. Að messu lokinn er verður boðið upp á súpu að hætti Lovísu kirkjuvarðar. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Þennan sama dag verður einnig messað kl 17.00. Sú messa er hleguð minningu látinna. Í lokk messunanr verður kveikt á kertum í Liljugarðinum. Að lokum verður boðið upp á kaffi, gos og konfekt. Kór eldriborgar, Vorboðinn syngur í messunni undir stjórn Páls Helgasonar, kórstjóra.