Fyrsta kynningarkvöldið verður fimmtudaginn 17. september. Í kvöld og næstu tvö fimmtudagskvöld er hægt að koma og kynna sér starfið án allra skuldbindinga um áframhaldandi þátttöku en hóparnir loka 8. október. Tólf spora starfið er andlegt ferðalag, sjálfsstyrking, sem byggist á því að vinna með sjálfa(n) sig en jafnframt að gefa og þiggja í hópi. Ekki er gengið út frá því að þátttakendur eigi við nein sértæk vandamál að stríða heldur er um að ræða almenna uppbyggingu í því skyni að kynnast sínum innri manni nánar og geta þannig betur tekist á við viðfangsefni og áskoranir lífsins. 12 sprora starfinu lýkur í apríl -maí.