Hlökkum til að sjá ykkur í sumarskapi.
Hið árlega Sumarhlaup FRAM verður að þessu sinni ræst í Úlfarsárdalnum. Skráning hefst kl. 09:30 í FRAMheimilinu en hlaupið verður ræst kl. 10:00. Tvær vegalengdir verða í boði; 3km og 5km. Keppt verður í þremur aldursflokkum; börn, unglingar og fullorðnir. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki auk þess sem öll börn fá verðlaunapening. Drykkir í boði að hlaupi loknu.