sigridur_gudmarsdottir

„Orgelpípur í afmælisgjöf: Messa og afmæliskaffi 15. mars kl. 11

Messa og sunnudagaskóli sunnudaginn 15. mars kl. 11. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir, meðhjálpari Kristbjörn Árnason, kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. Eftir messu býður séra Sigríður upp á kirkjukaffi í tilefni fimmtugsafmælis síns þann sama dag. Til stendur að koma orgeli Guðríðarkirkju upp í kirkjunni í vor fyrir fermingar. Afmælisbarnið þiggur gjarnan orgelpípur í afmælisgjöf og biður þau sem vilja heiðra hana með gjöfum í tilefni afmælisins að láta andvirðið renna í orgelsjóð Guðríðarkirkju, Orgelsjóður Guðríðarkirkju hefur reikningsnúmerið 0114-15-380396 kt. 660104-3050 og eru öll framlög í sjóðin þakksamlega þegin.“